sigurvin.annáll.is

AnnállGuðfræðiKirkjustarfMinningarorðPrédikanir ofl.
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Prédikun flutt í Laugarneskirkju á páskadagsmorgun

Sigurvin @ 09.32 20/4 + 4 ath.

Að taka mark á Maríu Magdalenu
Mary BeardHið virta tímarit London Review of Books heldur árlega fyrirlestraröð í British Museum þar sem framúrskarandi fræðimenn og fyrirlesarar fá vettvang til að setja fram hugmyndir sínar. Fyrirlestrarnir vekja jafnan athygli og í vetur flutti prófessor í klassískum fræðum við Cambridge háskóla, að nafni Mary Beard, fyrirlestur sem ber heitið Raddir kvenna í hinu opinbera rými. Þar rekur hún með hvaða hætti konur sem taka þátt í opinberri umræðu hafa frá forngrikkjum til Facebook verið sagt að þegja og dregið dár að röddu þeirra. Áfram…

Prédikun flutt á Skírdag 2014

Sigurvin @ 22.55 17/4 + 2 ath.

Sláandi myndmál síðustu kvöldmáltíðarinnar
Communion bread and wineTuttugasta öldin var í senn blóðugasta öld mannkynssögunnar og sú sem séð hefur hraðstígustu framfarir í tækni, mannlífi og menningu. Þegar litið er yfir Öld öfganna eins og sagnfræðingurinn Eric Hobsbawn kallaði hana má sjá tilburði til valda og einræðis á vettvangi stjórnmála, trúarbragða og stórfyrirtækja, sem leitt hafa af sér skelfilegar afleiðingar fyrir menn og náttúru, og sífellt andóf þeirra sem sviðið hafa undan slíku ofbeldi og mótmælt því. Áfram…

Helga Jónsdóttir f. 2.8.1930 – d. 2.4.2014

Sigurvin @ 18.59 15/4

HelgaJonsÞau eru ófá heimilin í landinu þar sem stendur skrifað Drottinn blessi heimilið en í þeim látlausu orðum er fólgin sú djúpstæða bæn að sá bústaður sem tekin er upp beri yfirbragð heimilis. Það er ekki sjálfgefið að bústaður verði að heimili, enda notum við lýsingarorð til að lýsa þeirri upplifun að heimili sé heimilislegt. Hús verður heimili þegar það reynist skjólshús þeim sem þar búa og þeim sem þangað leita og slíkt skjól verður einungis búið af hjartahlýju, alúð og metnaði. Áfram…

Prédikun flutt í Laugarneskirkju á Pálmasunnudag 2014

Sigurvin @ 15.12 13/4 + 1 ath.

Prestvígsla kvenna og María frá Betaníu
16122-1Í liðinni viku var í Ríkissjónvarpinu sýnt merkilegt viðtal við Brautryðjandann Auði Eir Vilhjálmsdóttur, sem fyrst íslenskra kvenna vígðist til prests á Íslandi þann 29. september 1974. Í viðtalinu lýsir hún samtali sínu við þáverandi biskup, dr. Sigurbjörn Einarsson, en það samtal að hennar sögn ,,verndaði kirkjuna frá veseni”. Sigurbjörn tók þá ákvörðun sem biskup að vígja hana til prests og leitaði í kjölfarið eftir samþykki prestafélagsins, KFUM og fleiri hreyfinga sem kirkjuna varða. Á hinum norðurlöndunum var prestsvígsla kvenna sársaukafull umræða, sem enn eimir af, en þó Auður hafi mætt fordómum í starfi sínu varð sú andstaða ekki með sambærilegum hætti hérlendis. Áfram…

Prédikun flutt í Laugarneskirkju 6. apríl 2014

Sigurvin @ 19.09 7/4

Furðulegt háttarleg engils um nótt
World-autism-awareness-dayFordómar, tillitsleysi og skortur á umburðarlyndi eiga sér öll þá rót að vera skortur á getu til að setja sig í spor þeirra sem eru á einhvern hátt öðruvísi en við sjálf. Sá vandi er hluti af því að vera manneskja, en við göngum flest út frá því í daglegu lífi okkar að aðrir séu í grunninn með sömu langanir, þrár og hugsanir og við sjálf og gerum þá kröfu á umhverfi okkar og samferðafólk að það sé eftir okkar höfði. Sú reynsla að kynnast og geta sett sig í spor þeirra sem sjá lífið öðrum augum en við sjálf, getur jöfnum höndum vakið ugg og auðgað sýn okkar á eigin aðstæður og tilveru, og sú reynsla er ein dýrmætasta gjöf sem við getum þegið. Áfram…

María Sigríður Júlíusdóttir f. 31.5.1927 – d. 21.3.2014

Sigurvin @ 16.55 3/4

Screen shot 2014-04-03 at 17.03.30Á komandi sunnudag eru haldnar um hinn kristna heim Maríumessur en sá dagur, boðunardagur Maríu, fagnar þeim ávexti sem María guðsmóðir bar inn í þennan heim. Tímasetningin er viðeigandi þegar við kveðjum Maríu Sigríði Júlíusdóttur og fögnum þeim ávöxtum sem líf hennar borið, í afkomendum, Maríum og minningum.

Jesús lagði grundvöllinn að nýjum sið, sem orðið hefur að fjölmennustu trúarhreyfingu mannkynssögunnar og mótað hefur menningu okkar frá landnámi. Áfram…

Prédikun flutt í Laugarneskirkju 23. mars 2014

Sigurvin @ 22.25 23/3 + 1 ath.

Skrímslið undir rúminu
RumSögur af skrímslum, óvættum og illum öndum hafa fylgt manninum frá ómunatíð og þjónað margvíslegum tilgangi í samfélagi manna. Skrímsli vekja óhugnað hins illa og í flestum tilfellum hins óþekkta. Í hafinu býr samkvæmt Gamla testamentinu frumskrímslið Levjatan, sem ýmist er lýst sem ormi eða dreka, og á skyldmenni í sögnum um allan heim, bæði í fornum sögnum Mesapotamíu og á norrænni slóðum, samanber drekann Fáfni og Miðgarðsorm. Við jaðra okkar heims búa jafnframt kynjaverur. Áfram…

Prédikun í Mottumessu Laugarneskirkju 16. mars 2014

Sigurvin @ 14.01 16/3 + 1 ath.

facetache Það mottuæði sem gripið hefur heimsbyggðina á uppruna sinn í Ástralíu. Árið 1999 fengu félagar á bar í Adelaide þá hugmynd að safna yfirvaraskeggi til að vekja athygli á starfi dýraverndunarsamtaka þar í landi og urðu þjóðþekktir fyrir vikið. Í kjölfarið var sagt frá því að bandarískir mottu-unnendur með Tom Selleck í hópi meðlima hefðu lögsótt vinina fyrir að nota nafngiftina Movember, sem þeir töldu sig eiga einkarétt á, en sú umfjöllun var líklega hluti af uppátæki vinanna. Áfram…

Magnús Björnsson f. 1.11.1942 – d. 26.2.2014

Sigurvin @ 16.41 11/3

Screen shot 2014-03-11 at 16.34.13

Gulli og perlum að safna sér,
sumir endalaust reyna,
vita ekki að vináttan er,
verðmætust eðalsteina.

Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.

Kristnir menn um allan heim halda nú föstu, þann tíma frá öskudegi fram að páskum, sem frátekinn er fyrir iðrun og yfirbót. Iðrun er í sinni einföldustu mynd sú iðkun að líta í eigin barm og horfast í augu við það í sálarlífi okkar sem hindrar okkur í að njóta lífsins. Í vösum okkar berum við margvíslega steina; eftirsjá yfir liðnum atburðum, vonbrigði yfir brostnum vonum, sektarkennd yfir mistökum okkar og særindi í garð þeirra sem gert hafa á okkar hlut. Steinar þessir íþyngja okkur á ævigöngunni, hægja á för okkar, hindra okkur í njóta þess sem lífið hefur upp á bjóða og geta, ef ekki er týnt úr vösunum, rifið á buxurnar gat. Áfram…

Prédikun flutt í Laugarneskirkju 9. mars 2014

Sigurvin @ 10.34 11/3

BendaBænin má aldrei bresta þig,
búin er freisting ýmisleg.
Þá líf og sál er lúð og þjáð
lykill er hún að drottins náð.

Í takti kirkjuársins er nú fyrsti sunnudagur í sjö-vikna föstu, þeim tíma þegar beðið er eftir páskum, með undirbúningi hið innra og hið ytra. Kirkjuárið birtist okkur í margvíslegum myndum í samfélagi okkar og í takti þess hljómar táknfræði sem að minnir okkur á að stuðla að eigin heilbrigði, með því að fasta. Áfram…

« Fyrri færslur   Næstu færslur »

© sigurvin.annáll.is · Færslur · Ummæli