sigurvin.annáll.is

AnnállGuðfræðiKirkjustarfMinningarorðPrédikanir ofl.
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Magnús Björnsson f. 1.11.1942 – d. 26.2.2014

16.41 11/3/14 - 0 ath.

Screen shot 2014-03-11 at 16.34.13

Gulli og perlum að safna sér,
sumir endalaust reyna,
vita ekki að vináttan er,
verðmætust eðalsteina.

Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.

Kristnir menn um allan heim halda nú föstu, þann tíma frá öskudegi fram að páskum, sem frátekinn er fyrir iðrun og yfirbót. Iðrun er í sinni einföldustu mynd sú iðkun að líta í eigin barm og horfast í augu við það í sálarlífi okkar sem hindrar okkur í að njóta lífsins. Í vösum okkar berum við margvíslega steina; eftirsjá yfir liðnum atburðum, vonbrigði yfir brostnum vonum, sektarkennd yfir mistökum okkar og særindi í garð þeirra sem gert hafa á okkar hlut. Steinar þessir íþyngja okkur á ævigöngunni, hægja á för okkar, hindra okkur í njóta þess sem lífið hefur upp á bjóða og geta, ef ekki er týnt úr vösunum, rifið á buxurnar gat. Áfram…

Reynir Karl Hall f. 4.1.1958 – d. 17.2.2014

22.10 27/2/14 + 1 ath.

Reynir PS (4x3 crop) 2Fjallræða Jesú er í senn ögrandi lesning og í algjörri andstöðu við þau félagslegu lögmál sem gilda í mannlegu samfélagi. Í þessari þekktustu ræðu mannkynnssögunnar setur hann markið eins hátt og það verður sett í þeirri kröfu ,,Verið því fullkomin eins og faðir yðar himneskur er fullkominn.”

Í leit sinni að fyrirmyndum í siðferðisviðmiðum leitar frelsarinn ekki til þeirra sem mikið er gefið, valdsmanna og fræðimanna síns tíma, heldur til þeirra sem á einhvern hátt standa á jaðrinum og passa ekki inn í. Með því opinberar hann þá þverstæðu í mannlegu eðli að þau sem teljast rík af hæfileikum eða veraldlegum gæðum glíma oft við sára fátækt á sviðum sem erfiðara er að mæla, í samkennd, auðmýkt og getunni til að gjalda illu með góðu.
Áfram…

Edda Rósa Níels f. 14.9.1942 – d. 4.2.2014

15.47 14/2/14 + 1 ath.

Svanasöngur á heiði, eftir Steingrím Thorsteinsson.
Screen Shot 2014-02-14 at 15.41.50

Ég reið um sumaraftan einn
á eyðilegri heiði;
þá styttist leiðin löng og ströng,
því ljúfan heyrði’ eg svanasöng,
já, svanasöng á heiði.

Á fjöllum roði fagur skein,
og fjær og nær úr geimi
að eyrum bar sem englahljóm,
í einverunnar helgidóm,
þann svanasöng á heiði.
Áfram…

Sigurjón Guðnason f. 6.10.1917 – d. 2.2.2014

16.15 12/2/14 - 0 ath.

Screen Shot 2014-02-12 at 16.06.50,,Í fjarlægum löndum fyrir þúsundum ára urðu til fyrstu hugmyndir að trúarbrögðum okkar. Þekking á umhverfi og náttúrufyrirbærum var skammt á veg komin og hljóta trúarhugmyndir að hafa mótast af aðstæðum og þekkingu þeirra tíma. Fyrir tvö þúsund árum kom fram prédikari sem boðaði trú í öðrum anda en áður þekktist og á hans kenningum er trú kristinna manna byggð.” Svo prestlegur er þessi texti að fæstum dytti í hug að hér tali ekki guðfræðingur en tilvitnunin er fengin úr guðfræðiritgerð eftir Sigurjón Guðnason er ber heitið: Af sjónarhóli leikmanns. Áfram…

Sigríður Gísladóttir f. 8.18.1925 – d. 19.1.2014

11.27 30/1/14 - 0 ath.

G6URUALNFrásagnir biblíunnar af Jesú láta margar ekki mikið yfir sér en þegar grant er skoðað bera þær með sér djúpa visku og skýrskotun í aðstæður fólks. Guðspjallið sem lesið var hér áðan og verður umfjöllunarefni kirkjunnar komandi sunnudag, er þeirrar gerðar. Lærisveinar Jesú eru ásamt frelsara sínum um borð í báti og það gerir veður, þannig að þeir óttast um líf sitt. Þeir hrópa í neyð sinni: ,,Drottinn, bjarga okkur, við förumst.” Enginn sem reynt hefur sjávarháska gerir lítið úr slíku ákalli og þær aðstæður sem hér er lýst í fáum orðum eru þjóðarsálinni vel kunnar. Áfram…

Bryndís Jóhannsdóttir f. 27.8.1926 – d. 18.12.2013

16.38 6/1/14 - 0 ath.

Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég ykkur: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn mun aldrei inn í það koma.

Screen shot 2014-01-06 at 16.34.44Þegar barn er fært til skírnar, sem ómálga barn, er haldið á lofti þeirri afstöðu sem Jesús Kristur hafði til barna og til bernskunnar. Faðmur hans var opinn börnum og hin þekkta frásögn, þar sem hann ávítar lærisveina sína fyrir að halda börnunum utan við trúarsamfélag hinna fullorðnu, skilgreinir afstöðu kirkjunnar til barna. Bernskan felur í sér lykilinn að því hvernig að við sem fullorðin erum, eigum að takast á við lífið, og Jesús bendir ítrekað á börn sem fyrirmyndir í einlægni sinni, ævintýraþrá og getunni til að elska. Áfram…

Birgir Guðnason f. 4.6.1955 – d. 8.12.2013

13.58 17/12/13 - 0 ath.

Birgir GuðnasonDavíðssálmur 150

Lofið Guð í helgidómi hans,
lofið hann í voldugri festingu hans.
Lofið hann fyrir máttarverk hans,
lofið hann vegna mikillar hátignar hans.
Lofið hann með lúðurhljómi,
lofið hann með hörpu og gígju.
Lofið hann með bumbum og gleðidansi,
lofið hann með flautum og strengjaleik.
Lofið hann með hljómandi skálabumbum,
lofið hann með hvellum skálabumbum.
Allt, sem andardrátt hefur, lofi Drottin.
Hallelúja.

Áfram…

Þorbjörn Rúnar Sigurðsson f. 25.12.2013 – d. 23.11.2013

19.49 3/12/13 - 0 ath.

G2BRM5G3

Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur, ei meir:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.

Hann var 17. júní maður hinna íslensku fjalla. Þannig lýsti Eddi, Sigurður E. Rósarsson tannlæknir, vini sínum Rúnari. Þessi mannlýsing kemur til annarsvegar af ást Rúnars á íslenskri náttúru og fjöllum og hinsvegar því mikla félagslyndi sem hann var gæddur. Á þjóðhátíðardaginn var það næsta víst að Rúnar og Kristrún voru niðrí bæ og þau létu sig heldur aldrei vanta á hinsegin þjóðhátíðina, gleðigönguna. Áfram…

Valdís María Valdimarsdóttir f.26.04.1924 – d.20.10.2013

20.09 30/10/13 - 0 ath.

Screen Shot 2013-10-30 at 8.03.46 PMÁ íslensku finnst varla meira hrós um manneskju en að vera sjóaður eða sigldur. Þannig mótast tungumálið af aðstæðum þjóðarinnar, sem í gegnum aldirnar hefur sótt lífsbjörg sína og samskipti við umheiminn til hafsins. Sá sem er sjóaður hefur marga fjöruna sopið, upplifað margt í lífinu, og sá sem er sigldur hefur mætt þeirri áskorun að yfirgefa heimahagana og ferðast yfir hafið til ókunnra landa.
Áfram…

Ragnar Guðbjörnsson f.24.10.1956 – d.12.09.2013

17.23 19/9/13 + 1 ath.

1017075_138508933015947_685316793_n

Er þú brýst fram gegn bylnum
berðu höfuðið hátt
óttastu ei myrkrið
né ógn þess og mátt
litríkur ljósheimur bíður
og lævirkja söngurinn þíður.
Áfram…

« Fyrri færslur · Næstu færslur »

© sigurvin.annáll.is · Færslur · Ummæli