sigurvin.annáll.is

AnnállGuðfræðiKirkjustarfMinningarorðPrédikanir ofl.
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Erindi flutt á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands 14. mars 2009

21.48 27/5/09 - 0 ath.

Erindi þetta er sett fram sem hluti af rannsókn ég er að vinna undir handleiðslu Jóns Ma. Ásgeirssonar og ber yfirskriftina ,,Mynd karlmennsku: Persóna Jakobs í frumkristnum heimildum”. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvernig persóna Jakobs birtist innan Nýja testamentisins og í kristnum ritum fyrstu alda í ljósi hugmynda um karlmennsku og leiðtogahlutverk í hinum grísk-rómverska meningarheimi. Í þessu erindi verður fjallað um stöðu Jakobs í þeim flokki gyðing-kristinna rita sem nefnast Skugga-Klemensarritin.
Áfram…

Trúlausi guðfræðingurinn og guðfræðideild Háskóla Íslands.

11.23 10/7/08 + 3 ath.

Þann 16. Júní síðastliðinn birtist opnulöng grein í Fréttablaðinu eftir Teit Atlason er ber yfirskriftina ,,Trúlausi guðfræðingurinn”. Greinin sem er tekin af bloggsíðu höfundar lýsir trúleysisafstöðu hans og því hvernig að tveggja ára nám við guðfræðideild Háskóla Íslands hafi haft áhrif á þá trúarafstöðu. Í greininni gagnrýnir höfundur guðfræðideildina, sem hann segir gallaða stofnun, og tiltekur m.a. eftirfarandi rök fyrir því:

,,Í mínum huga eiga að vera skýr skil á milli hinnar trúarlegu innrætingar og hinnar fræðilegu kennslu. Það vantar einnig ýtarlegri (sic) biblíugagnrýni, kenningar um hinn sögulega Jesú, kynningu á trúarlegu umhverfi þegar Biblían er rituð, trú Egypta, kynningu á (sic) betri kynningu á gnóstískum ritum. Svo ekki sé talað um Júdarsarguðspjall sem er merkilegasti fornleifafundur síðustu árhundruða.”

Áfram…

Jesúhefðin og hin himneska Sófía

23.26 2/1/08 + 2 ath.

Hér geri ég aðgengilega kandídatsritgerð mína í guðfræði en ég lauk embættisprófi í október 2006. Kandídatsritgerð mín var unnin á sviði nýjatestamentisfræða og ber heitið ,,Jesúhefðin og hin himneska Sófía. Eðli og birting spekinnar í Jakobsbréfi, Ræðuheimildinni og gyðing-kristnum bókmenntum í ljósi hellenískra og gyðinglegra spekihefða”. Ritgerðin var unnin undir handleiðslu próf. Jóns Ma. Ásgeirssonar og var henni veitt ágætiseinkunn auk þess að hún hlaut Verkefnisstyrk Félagsstofnunar Stúdenta.
Jesúhefðin og hin himneska Sófía.

Erindi flutt á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands 3. nóvember 2006

22.27 4/11/06

Heiti þessa erindis er Spekin í samhengi hellenismans en efnið er hluti af rannsóknarritgerð í nýjatestamentisfræðum sem var unnin undir leiðsögn prófessor Jóns Ma. Ásgeirssonar og lögð fram nú í haust. Ritgerðin beindi sjónum að gríska hugtakinu Sofía, er merkir speki, en þar er birting þess hugtaks og sérílagi persónugerving rannsökuð, annarsvegar í Jesúhefðum Nýja testamentisins og hinsvegar í gyðing-kristnum bókmenntum frá fyrstu öldum okkar tímatals.

Áfram…

Mikilvægi biblíufræðslu í íslensku skólakerfi

01.30 9/7/06 + 20 ath.

Umræða um gildi kristinfræðikennslu í grunnskólum kemur upp öðru hverju en viðhorf til kristinfræðikennslu er oft áberandi neikvætt í þjóðfélagsumræðu. Meðal kennarastéttarinnar er þessi kennslugrein oft talin óþörf og þar sem kennarar hafa mjög takmarkaðan undirbúning undir kristinfræðikennslu úr sínu námi er víða pottur brotinn. Það viðhorf sem oftast heyrist er að ekki eigi að gera kristindóminum hærra undir höfði en öðrum trúarbrögðum og almenn siðferðileg kennsla eigi að leysa biblíusögur af hólmi. Þvert á þessi viðhorf er það brýnt verkefni skólayfirvalda að auka vægi kristinfræðikennslu og kennslu á sviði trúarbragðafræða í íslensku skólakefi.

Áfram…

Richard Dawkins og Guðssannanir.

18.27 30/6/06 + 161 ath.

Það hafa verið miklar umræður á netinu undanfarna viku um ráðstefnu trúleysingja og heimsókn heimildamyndagerðarmannsins Richard Dawkins. Dawkins ræðst harkalega á guðstrú á forsendum sem ekki eru nýjar og margar ekki sannar, samanber sú staðhæfing að flest stríð séu sprottin af trúarbrögðum og að hófsöm trú ali af sér jarðveg trúarofstækis. Mikið hefur verið ritað um það efni á http://annall.is/ en ég vil sérstaklega tjá mig um tvær staðhæfingar hans í kastljósviðtali 28. Júní.

Áfram…

Erindi flutt á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands 18. nóvember 2005

13.18 28/6/06

Erindi* mitt ber heitið, Jakobsbréf, vegvísir að andlegri fullkomnun, og er unnið undir leiðsögn Jóns Ma. Ásgeirssonar, prófessors í nýjatestamentisfræðum. Efnið tengist rannsókn á stefjum í gyðing-kristnum bókmenntum sem ég er að vinna fyrir hann og kjörsviðsritgerð minni sem fjallar um samband Jakobsbréfs við Ræðuheimildina að baki guðspjöllum Matteusar og Lúkasar. Ritgerðina kem ég til með að byggja á verkum suður-afrísks nýjatestamentisfræðings að nafni Patrick J. Hartin en hann hefur verið áhrifamikill í rannsóknum á Jakobsbréfi og tengslum þess við Jesúhefðina.

Áfram…

Erindi flutt á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands 23. október 2004

13.17 28/6/06

Fyrirlestur* þessi er unninn sem hluti af ritgerð í ritskýringarnámskeiði um epískann grundvöll Tvíbókaritsins, sem samanstendur af Lúkasarguðspjalli og Postulasögunni. Í ritgerðinni sjálfri eru þrjú sjónarhorn tekin til umfjöllunar, sagnfræðilegar forsendur, epískur bakgrunnur og textatengsl. Þessi fyrirlestur mun einblína á fyrsta þáttinn, sagnfræðilegar forsendur Tvíbókaritsins, en til grundvallar umfjöllunarinnar liggur afmarkaður texti, Postulasagan 5.12-16.

Áfram…

Leitin að hinum sögulega Jesú og Q.

10.59 27/6/06

Ritgerð um það efni…

·

© sigurvin.annáll.is · Færslur · Ummæli