sigurvin.annáll.is

AnnállGuðfræðiKirkjustarfMinningarorðPrédikanir ofl.
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Prédikun flutt í Laugarneskirkju 19. janúar 2013

13.55 19/1/14 + 1 ath.

Að viðhalda gleðinni
GudfraedingurBrúðkaupið í Kana er ein þekktasta frásögn Nýja testamentisins og er í hópi þeirra kraftaverka Jesú sem flestir kannast við. Vísanir í söguna í bókmenntum, tónlist og listum eru óteljandi og nýleg dæmi sýna að hún er enn lifandi í hugum Íslendinga. Þannig fór Steindi Jr. á kostum fyrir tveimur árum í Arion-banka auglýsingu í hlutverki guðfræðinema, sem breytti vatni úr vatnskæli í aðalbyggingu Háskólans í vín og var staðinn að verki af kennara guðfræðideildar. Áfram…

Prédikun flutt í Laugarneskirkju 12. janúar 2014

13.05 12/1/14 + 1 ath.

Afstaða bernskunnar
Centuries-of-ChildhoodÍ guðspjalli dagsins birtist Jesús okkur sem 12 ára unglingur og þessi frásögn er eina barnæskufrásögn Nýja testamentisins, að utanskildu jólaguðspjallinu. Sagan er að mörgu leiti dýrmæt en hún birtir með áþreifanlegum hætti bernsku Jesú og foreldrakærleika Maríu og Jósefs. Fjölskyldan er á ferðalagi til höfuðborgarinnar yfir páska og þegar kemur að heimför kemur í ljós að Jesús er horfinn, án þess að segja foreldrum sínum hvert hann ætlaði. Foreldrarnir leita hans í ofvæni í þrjá daga og finna hann loks í musterinu þar sem hann sat meðal prestanna og guðfræðinganna að ræða trúmál. Áfram…

Prédikun flutt í Laugarneskirkju á Gamlársdag 2013

16.41 31/12/13 - 0 ath.

Kristin trú er í eðli sínu pólitísk.
pics600pxlv1_answer_1_xlargeViðfangsefni kristinnar trúar eru velferð manneskjunnar, skipting gæða og eðli valds, þau sömu og eru viðfangsefni stjórnmála. Kristin trú boðar hinsvegar ekki ákveðna stjórnskipan eða stjórnmálahugmyndafræði, heldur leggur til grundvallar-viðmið kærleika og mannhelgi, sem eru hafin yfir hugmyndafræði stjórnmála hvers tíma.

Á vettvangi samfélagsumræðu á Íslandi heyrist oft það viðhorf að trúin sé einkamál einstaklinga, sem hver og einn eigi að iðka á einstaklingsgrundvelli og helst í einrúmi. Nýja testamentið leggur vissulega áherslu á það að taka persónulega afstöðu í lífinu með hinum góða málstað, en sú einstaklingshyggja sem birtist í fyrrgreindu viðhorfi er kristindóminum framandi. Áfram…

Prédikun flutt í Laugarneskirkju á jóladag 2013

01.46 29/12/13 - 0 ath.

Í dag er glatt í döprum hjörtum
1551526_10152139718763117_2106133543_nsegir í sálminum og það er bæn mín að svo sé hjá ykkur kæru vinir.

Kveðjan um gleðileg jól, sem við á þessari tíð heilsumst með og kveðjumst, kann að hljóma sjálfsögð en að baki henni býr mikil velvild og jafnframt viðurkenning á því að það er ekki sjálfsagt að upplifa jólin sem gleðiefni.

Jól eru í hugum flestra tilefni tilhlökkunar en samtímis hefur helgi þessarar hátíðar í för með sér að mörgum reynist erfiðara að takast á við sársauka á þessum árstíma en ella. Áfram…

Prédikun flutt í aftansöng Laugarneskirkju 24. desember 2013

19.21 24/12/13 - 0 ath.

Jólaguðspjallið fjallar um vald
Augustusog er án nokkurs vafa áhrifamesta greining mannkynssögunnar á eðli valds. Að baki jólaguðspjallinu liggur til grundvallar sú trúarlega hugmynd að valdamesta vera alheimsins, almáttugur Guð, skapari himins og jarðar, sé að koma í heiminn.

Frásagnir af komu Guða í heiminn voru íbúum Rómarveldis vel kunnar og hinir fyrstu áheyrendur þessa texta þekktu hundruði slíkra sagna. Í grísk-rómverskri goðafræði voru mörkin á milli veröld guða og manna óljós og samgangur mikill, þannig gátu menn ferðast til Ólympus og guðir gátu getið afkvæmi með mönnum eins og hinn þekkti Herkúles er dæmi um. Áfram…

Prédikun flutt í Laugarneskirkju 22. desember 2013

13.18 22/12/13 - 0 ath.

Er stjúpblinda í jólaguðspjallinu?
stjosephSé litið til þeirra viðamiklu heimilda sem guðspjöllin og önnur frum-kristin rit varðveita af ummælum og frásögnum af Jesú vitum við merkilega lítið um ævi hans og fjölskyldubakgrunn. Guðspjöllin varðveita þó frásagnir af móður Jesú, sem augljóslega var áhrifamikil í hópi fylgjenda hans, og upplýsingar um systkini Jesú, en guðspjöllin segja hann hafa átt bæði bræður og systur og allavega einn bræðra hans Jakob varð áberandi leiðtogi í hópi fylgjenda hans í Jerúsalem. Áfram…

Prédikun flutt í útvarpsmessu 8. desember 2013

12.40 8/12/13 + 2 ath.

Að vera læs á jólin (Hlusta á messsuna)

1_r2_c1Aðventan er yndislegur tími og í hverju horni má greina jólaundirbúning fólks og tilhlökkun barna. Á aðventunni fyllist rými hversdagsins táknum, sem minna með margvíslegum hætti á komu frelsarans í heiminn og sigur ljóssins yfir skammdeginu.

Í táknheimi jólanna kallast jólaguðspjallið um fæðingu frelsarans á við helgisagnir og þjóðsögur, hefðir og siðvenjur okkar Íslendinga, sem og annara þjóða. Í hugum barna er þetta heillandi sagnaheimur en á köflum nokkuð ruglingslegur. Áfram…

Prédikun flutt í Laugarneskirkju 24. nóvember 2013

17.28 25/11/13 - 0 ath.

Heimsendir sem afleiðing synda

COP19_LOGOHeimsslitahugmyndir hafa fylgt manninum frá fyrstu tíð og sögur af yfirvofandi heimsenda eru jafn algengar í sagnamynni fornþjóða og sköpunarsögur. Áhrifa af heimsendahugmyndum þjóða mið-austurlanda gætir í frásögnum Biblíunnar og lýsingar hennar kallast á við þann menningarheim sem mest áhrif hefur á hverjum tíma. Þannig eru súmerskar frásagnir af syndaflóði í kvæðabálkum Gilgamesh, taldar vera fyrirmynd sögunnar af Nóaflóðinu og persneskar hugmyndir um heimsenda sem afleiðingu af himnesku stríði góðs og ills áhrifavaldar heimslitastefja í spádómsbókum Gamla testamentisins, sem skrifaðar eru eftir hersigra þeirra í Ísrael á 6. öld fyrir Krist. Áfram…

Prédikun flutt í Laugarneskirkju 17. nóvember 2013

01.12 21/11/13 - 0 ath.

Fötluð guðfræði
jesus-christ-superstar-theatre-production-wheelchair-small-18121Til messu í Laugarneskirkju voru sérstaklega boðnir íbúar í Hátúni 10 og 12. Auk fastra messuþjóna, las Kristinn G. Guðmundsson meðhjálpari í Hátúni ritningartexta og Guðrún K. Þórsdóttir djákni í Hátúni fjallaði um starfið þar.

Nýja testamentið fjallar um aðstæður fólks og fá umfjöllunarefni fá meira rými í frásögnum þess en kjör og heilsa. Áfram…

Prédikun flutt í Laugarneskirkju 3. nóvember 2013

16.58 7/11/13 - 0 ath.

Sagan af Jesú er í eðli sínu eineltissaga.

white-crucifixion-1938Jesús var hylltur sem konungur af íbúum Jerúsalemborgar á pálmasunnudegi og nokkrum dögum síðar var það sannfært um að hann yrði að taka af lífi að ósekju. Eins og í öllu einelti birtist ofbeldið í hjarðhegðun þeirra sem taka þátt í eða samþykkja ofbeldið, allt að því hugsunarlaust.

Það er auðvellt að skilja þörf valdastéttar Jerúsalem til að koma böndum yfir þennan mann, sem ógnaði völdum þeirra og valdakerfi með boðun sinni, en Jesús fór ófögrum orðum um valdbeitingu hinna gyðinglegu presta og stjórnmálaaðals Rómverja. Áfram…

« Fyrri færslur · Næstu færslur »

© sigurvin.annáll.is · Færslur · Ummæli