sigurvin.annáll.is

AnnállGuðfræðiKirkjustarfMinningarorðPrédikanir ofl.
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Prédikun flutt í Neskirkju 20. júlí 2014

16.08 20/7/14 - 0 ath.

Það kostar hugrekki að eiga þannig trú!
Kunnugleiki trúarinnar hefur þau áhrif að það er auðvellt að missa sjónar á því hversu róttækur boðskapur kristinnar trúar er.

Á öllum sviðum boðar Nýja testamentið róttækan viðsnúning á öllum þeim gildum og lögmálum sem einkenna mannlegt samfélag. Félagslega, stjórnmálalega, persónulega og á sviði spurninga er varða eðli lífs og dauða. Áfram…

Prédikun flutt í Neskirkju 6. júlí 2014

16.18 6/7/14 - 0 ath.

Við erum sköpuð til tengsla
TengingarÞið kannist sjálfsagt öll við þá tilfinningu að standa ráðþrota gagnvart sjálfum sér.
Þið vitið að vera fullviss um eitthvað og tilbúinn til að verja það af fullum þunga, þar til á augabragði að þú uppgötvar að þú hafðir algjörlega rangt fyrir þér og eins og hendi sé veifað er hinn gagnstæði sannleikur jafn mikil fullvissa og sú fyrri var.
Eða þegar þú veist betur, skynsemin segir þér að sleppa einhverju og þú, upplýstur og gegn betri vitund, heldur í ósiðinn sem þú veitir þér stundarfróun.
Eða þegar þú stendur þig að verki við að dæma einhvern fyrir eitthvað, sem þú sjálfur hefur margoft gerst sekur um, en af einhverjum sökum getur leyft þér að fordæma í öðrum.
Það er flókið að vera manneskja og sá mannskilningur sem við búum yfir leggur grunninn að því hvernig að okkur farnast við að takast á við það verkefni.
Áfram…

Prédikun flutt á Skírdag 2014

22.55 17/4/14 + 2 ath.

Sláandi myndmál síðustu kvöldmáltíðarinnar
Communion bread and wineTuttugasta öldin var í senn blóðugasta öld mannkynssögunnar og sú sem séð hefur hraðstígustu framfarir í tækni, mannlífi og menningu. Þegar litið er yfir Öld öfganna eins og sagnfræðingurinn Eric Hobsbawn kallaði hana má sjá tilburði til valda og einræðis á vettvangi stjórnmála, trúarbragða og stórfyrirtækja, sem leitt hafa af sér skelfilegar afleiðingar fyrir menn og náttúru, og sífellt andóf þeirra sem sviðið hafa undan slíku ofbeldi og mótmælt því. Áfram…

Prédikun flutt í Laugarneskirkju á Pálmasunnudag 2014

15.12 13/4/14 + 1 ath.

Prestvígsla kvenna og María frá Betaníu
16122-1Í liðinni viku var í Ríkissjónvarpinu sýnt merkilegt viðtal við Brautryðjandann Auði Eir Vilhjálmsdóttur, sem fyrst íslenskra kvenna vígðist til prests á Íslandi þann 29. september 1974. Í viðtalinu lýsir hún samtali sínu við þáverandi biskup, dr. Sigurbjörn Einarsson, en það samtal að hennar sögn ,,verndaði kirkjuna frá veseni”. Sigurbjörn tók þá ákvörðun sem biskup að vígja hana til prests og leitaði í kjölfarið eftir samþykki prestafélagsins, KFUM og fleiri hreyfinga sem kirkjuna varða. Á hinum norðurlöndunum var prestsvígsla kvenna sársaukafull umræða, sem enn eimir af, en þó Auður hafi mætt fordómum í starfi sínu varð sú andstaða ekki með sambærilegum hætti hérlendis. Áfram…

Prédikun flutt í Laugarneskirkju 23. mars 2014

22.25 23/3/14 + 1 ath.

Skrímslið undir rúminu
RumSögur af skrímslum, óvættum og illum öndum hafa fylgt manninum frá ómunatíð og þjónað margvíslegum tilgangi í samfélagi manna. Skrímsli vekja óhugnað hins illa og í flestum tilfellum hins óþekkta. Í hafinu býr samkvæmt Gamla testamentinu frumskrímslið Levjatan, sem ýmist er lýst sem ormi eða dreka, og á skyldmenni í sögnum um allan heim, bæði í fornum sögnum Mesapotamíu og á norrænni slóðum, samanber drekann Fáfni og Miðgarðsorm. Við jaðra okkar heims búa jafnframt kynjaverur. Áfram…

Prédikun í Mottumessu Laugarneskirkju 16. mars 2014

14.01 16/3/14 + 1 ath.

facetache Það mottuæði sem gripið hefur heimsbyggðina á uppruna sinn í Ástralíu. Árið 1999 fengu félagar á bar í Adelaide þá hugmynd að safna yfirvaraskeggi til að vekja athygli á starfi dýraverndunarsamtaka þar í landi og urðu þjóðþekktir fyrir vikið. Í kjölfarið var sagt frá því að bandarískir mottu-unnendur með Tom Selleck í hópi meðlima hefðu lögsótt vinina fyrir að nota nafngiftina Movember, sem þeir töldu sig eiga einkarétt á, en sú umfjöllun var líklega hluti af uppátæki vinanna. Áfram…

Prédikun flutt í Laugarneskirkju 9. mars 2014

10.34 11/3/14 - 0 ath.

BendaBænin má aldrei bresta þig,
búin er freisting ýmisleg.
Þá líf og sál er lúð og þjáð
lykill er hún að drottins náð.

Í takti kirkjuársins er nú fyrsti sunnudagur í sjö-vikna föstu, þeim tíma þegar beðið er eftir páskum, með undirbúningi hið innra og hið ytra. Kirkjuárið birtist okkur í margvíslegum myndum í samfélagi okkar og í takti þess hljómar táknfræði sem að minnir okkur á að stuðla að eigin heilbrigði, með því að fasta. Áfram…

Prédikun flutt í Laugarneskirkju 16. febrúar 2014

18.21 16/2/14 + 1 ath.

Trúin er iðkun ekki aðferðafræði
prayer-13-04-3Guðfræði er einstök meðal fræðigreina að því leiti að viðfangsefni fræðanna er í sjálfu sér órannsakanlegt. Sá sem leggur stund á önnur fræði verður með ástundun sinni fróðari um það viðfangsefni sem verið er að rannsaka en segja má með vissu að guðfræðiiðkun færi mann ekki nær skilningi á Guði. Guðfræði fjallar um trúariðkun mannsins og eðli trúarhugmynda, trúarrita og helgisiða, en ekki um Guð sjálfan. Guð verður ekki skilinn en hann er hægt að nálgast í gegnum trúariðkun. Áfram…

Prédikun flutt í Laugarneskirkju 9. febrúar 2014

18.42 9/2/14 + 1 ath.

Karlmennska, Kristur og kynbundið ofbeldi
Mynd eftir Gerard David (Transfiguration of ChristÍ síðustu viku var haldið karlakvöld í fermingarfræðslu Laugarneskirkju þar sem drengirnir komu til kirkju með feðrum sínum og öfum til að ræða um kynlíf og karlmennsku. Gerður Aagot Árnadóttir heimilislæknir fjallaði um kynþroska og kynlíf á hispurslausan hátt og síðan unnu kynslóðirnar verkefni sem fólst í að koma auga á karlmennskufyrirmyndir og karlmennskuímyndir þeirra. Drengir þurfa á fyrirmyndum að halda og þó sjónum hafi verið beint að Superman og Tarzan í verkefninu, voru þeir staddir í kirkjunni með mikilvægustu fyrirmyndunum í sínu lífi. Áfram…

Prédikun flutt í Laugarneskirkju 26. janúar 2014

01.06 26/1/14 + 1 ath.

Guð elskar Úganda
God-Loves-Uganda1__130830023929-275x302Réttindabarátta samkynhneigðra rekur upphaf sitt til Stone Wall óeirðanna í San-Francisco 28. júní 1969 og er ávöxtur þeirrar miklu mannréttindavakningar sem varð í kjölfar réttindabaráttu svartra á 6. og 7. áratugnum og mótmælum gegn stríðsrekstri bandaríkjanna í Víetnam stríðinu. Réttindabaráttan var studd af frjálslyndum kirkjum og trúarleiðtogar á borð við Dr. Martin Luther King voru í fararbroddi hreyfingarinnar sem breiddist út um allan heim. Áfram…

« Fyrri færslur ·

© sigurvin.annáll.is · Færslur · Ummæli