sigurvin.annáll.is

AnnállGuðfræðiKirkjustarfMinningarorðPrédikanir ofl.

« Sjómannadagsprédikun flutt í Seltjarnarneskirkju 1. Júní 2008 · Heim · Trúlausi guðfræðingurinn og guðfræðideild Háskóla Íslands. »

Sumar í Neskirkju !

Sigurvin @ 09.55 12/6/08

Leikjanámskeiðum júnímánaðar í Neskirkju er lokið og var hress hópur af krökkum á báðum námskeiðunum. Námskeiðin voru vika í senn frá mánudegi til föstudags, klukkan 13–17. Á námskeiðunum gefst börnunum kostur á að kynnast kirkjunni og boðskap hennar í leik og starfi, auk þess að öðlast dýrmæt tengsl við nýja félaga. Myndir af námskeiðunum má finna á myndasíðu BaUN en tvö námskeið verða haldin í ágúst.

Við erum með traustan hóp unglinga sem starfa á námskeiðinu með okkur Sunnu Dóru og hafa þau flest verið virk í NeDó starfinu í vetur. Þær eru Kristín María (14 ára), Rakel (14 ára), Þórdís (15 ára), Elín (15 ára) og Jóa (15 ára). Auk unglinganna eru tvær stúlkur aðstoðarleiðtogar hjá okkur þær Alexandra Diljá (11) sunnudagaskólaleiðtogi og Karen (12) en hún mun sækja fermingarfræðsluna eftir að leikjanámskeiðunum lýkur í ágúst. Á leikjanámskeiðunum er fjölbreytt dagskrá og er farið í ferðalög í hverri viku, farið í leiki, unnin verkefni og fræðst um umhverfi barnanna. Nánari upplýsingar má sjá á vefsíðu Neskirkju.

url: http://sigurvin.annall.is/2008-06-12/sumar-i-neskirkju/


© sigurvin.annáll.is · Færslur · Ummæli